Hentug lausn fyrir hótelbyggingar

Örugg, hágæða byggingaefni tryggja sterkbyggða og endingagóða smíði. Herbergin eru forsmíðuð í verksmiðjunni undir ströngum gæðakröfum og eru afhent fullsmíðuð með flísum, loftræstibúnaði, öryggiskerfum o.sfrv. Við bjóðum einnig upp á húsgögn, innréttingar og húsbúnað eftir þörfum og óskum hvers og eins.

Sveigjanleikinn sem forsmíðuð einingahús býður upp á, gerir okkur kleift að sníða framleiðslu eftir ólíkum byggingaverkefnum. Eins og hótelbyggingar. Með sérþekkingu undir einu þaki eru endalaus tækifæri fyrir skapandi hönnun. Modulhús bjóða upp á smíði framtíðarinnar.

Vistvæn og nútímaleg byggingatækni

Timburbyggingar bjóða upp á spennandi hönnun, nýsköpun og nýja hugsun. Við bjóðum vistvænar lausnir í byggingarlist, sérhannaðar að umhverfi og náttúru. Við sköpum ný tækifæri og getum boðið upp á hótellausnir sem eru fljótlegar í uppsetningu hagkvæm í innkaupum.

Íslensk hótel

Einingarnar hafa nú þegar sannað sig sem hagkvæmt og traust byggingarefni fyrir íslenskar aðstæður en Fosshótel Núpar og Hótel Laxá eru reist úr einungunum.

Hótel Laxá er með 80 tveggja manna herbergjum og var tilbúið á aðeins níu mánuðum. Bygging hótelsins gekk vel fyrir sig, einingarnar voru settar saman á Húsavík og ekið á flutningabílum á áfangastað í Mývatnssveit.

hotel_laxa

Hótellausnir okkar eru sérsniðnar að óskum viðskiptavina með breytilegri stærð herbergja og ótakmörkuðum fjölda.