Modulbyggingar ehf. bjóða einingahús sem eru framleidd af Moelven, stærsta framleiðslufyrirtæki sinnar tegundar í Skandinavíu. Þetta eru hágæða einingahús þar sem hönnun og uppsetning er sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins.

Moelven er með starfsemi á 52 stöðum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og býður nú einingahúsin sín á Íslandi hjá Modulbyggingum ehf..

Forsmíðaðar einingar hafa marga kosti umfram hefbundnar byggingarframkvæmdir og má þar helst nefna sveigjanleikann í hönnun og uppsetningu,  skammur afgreiðslutími og einstaklega mikil gæðastýring á framleiðslu sem nánast öll fer fram í verksmiðju.

Einingahúsatæknin er í sífelldri þróun og áhugi arkitekta á þessum valkosti í byggingariðnaði fer vaxandi. Um spennandi og öðruvísi valkost er að ræða til að anna aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði.

Fjórar áherslur einkenna byggingakerfið okkar: 

 

Kostnaðarlega hagkvæmt

Með áralangri reynslu og sérþekkingu náum við að forðast ófyrirséð útgjöld og höldum verðinu niðri. Öll framleiðsla og samsetning fer fram undir einu þaki í vernduðu umhverfi. Sendingar verða fáar og stórar þegar tími er kominn á samsetningu eininganna á staðnum.

Fljótleg uppsetning

Einingarnar eru framleiddar samhliða allri undirbúningsvinnu á byggingarstað. Með slíku fyrirkomulagi forðumst við tafir og uppsetning getur hafist strax eftir afhendingu.

Gæðastýrð framleiðsla 

Góð undirbúningsvinna er grunnur að vönduðu verki. Verksmiðjuframleiddar einingar, í skjóli frá veðri og vindum, eru verndaðar fyrir rakaskemmdum, myglu og öðrum veðurbarningi. Við afhendum einingarnar þegar tími er kominn á uppsetningu og eru því ekki geymdar á byggingarsvæðinu í ófyrirséðan tíma þar sem hætta er á skemmdarverkum og þjófnaði.

Umhverfisvænt

Við reynum ávallt að lágmarka úrgang og óþarfa flutninga. Allt efni sem verður afgangs er hægt á einhvern hátt að endurvinna og við afhendum aðeins það efni sem þarf til samsetningar. Modulhús er auðvelt að taka í sundur og hægt að endurnýta i ný verkefni.

 

 

Hafðu samband:

modulbygg@modulbygg.is

Eyravegi 31

800 Selfoss

Sími: 860 8876

Finndu okkur á Facebook hér.